Börnunum okkar finnst æðislegt að fá eftirmat og auðvitað reyni ég að hafa hann hollan, góðan og einfaldan.
Ég hef gert þennan í nokkur ár og hann er alltaf jafn vinsæll og góður. Það sem er í honum er eitthvað sem að ég á alltaf til heima hjá mér og börnunum finnst þessi eftirréttur æðislega góður.
Ég ber hann fram í glösum fyrir börnin en þeim finnst það svo spennandi og skemmtilegt.
Í eitt glas nota ég eftirfarandi:
- 2-3 msk grísk jógúrt eða skyr
- 2 msk múslí
- 1-2 msk Bláber (frosin eða fersk)
- 1 msk kókosmjöl
Ég set þetta í glasið í lögum, það er einnig hægt að blanda þessu öllu saman.
Stundum nota ég jarðaber eða brómber í staðin fyrir bláberin.
Endilega prófið þennan fyrir ykkur og börnin. Hollt og gott!
Bjarney Vigdís er mikil áhugamanneskja um allt sem viðkemur heilsu, uppeldi, eldamennsku, tísku, förðun, handavinnu, fegrun heimilisins og öðru pjatti. Hún er menntaður förðunarfræðingur og er jafnframt framúrskarandi húsfreyja sem heldur einnig úti sinu eigin bloggi. Hún býr á vesturlandi í litlum bæ ásamt manni sínum og 6 börnum.