Hefðbundin íslensk matargerð hefur ekki alltaf verið sú allra besta fyrir heilsuna en það er alltaf hægt að taka snúning á hefðirnar og breyta svolítið þannig að maturinn verði hollari.
Hér er túnfisksalatið gert þannig að við notum gríska jógúrt í staðinn fyrir majones.
Túnfisksalatið með er svakalega gott og einfalt:
- 1 harðsoðið egg
- 1 msk grísk jógúrt (má setja örlítið af léttu majonesi með til að þykkja)
- salt og svartur pipar
- blaðlaukur eða graslaukur saxaður
- 60 g túnfiskur í dós m vatni
- 10 gr rauðlaukur smátt saxaður
Blandið kryddið við majonesið eða jógúrtina og blandið svo öllu saman. Þetta er sérlega gott að setja ofan á einfalda hveitikímklatta en um endalausa kosti hveitikímsins er talað í þessum pistli.
HVEITIKÍMKLATTAR
- 30 g hveitikím
- 3 msk vatn
- salt og pipar
- 2 tsk cayennepipar eða paprikukrydd
- smá olía ef þarf til steikingar
Blandið öllu saman og steikið við miðlungs hita á pönnu í 4-5 mín annars frábært í heilsugrilli.
Frábær máltíð og einstaklega heilsusamleg með réttum kolvetnum, próteinum og næringarefnum fyrir kroppinn!
Við þökkum G-Fit fyrir uppskriftina!

Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.