Hollir og góðir hafraklattar fyrir vikuna. Þessa er ekkert mál að baka. Þessa uppskrift fann ég á vafri mínu um undraheima alnetsins. Hún er ótrúlega einföld og sniðug og gott að geat farið með svona hafraklatta í nesti í skóla eða vinnu… og fullt hjarta af góðri samvisku. Hafraklattar með kanil og rúsínubragði slá auðvitað í gegn hjá flestum börnum enda ómótstæðilegt bragð. Svo er þetta góð orka sem jafnar blóðsykurinn og heldur okkur öllum, stórum sem smáum, fínum yfir daginn hvort sem er við nám eða störf.
INNIHALD
2 bollar af grófum höfrum (frá Himnesk Hollusta)
1 heilt egg og 2 eggjahvítur
1 stappaður banani
1 msk hnetusmjör (frá Monki)
Nokkrir dropar af kókos stevíudropum
Kanill eftir smekk
Rúsínur eftir smekk
AÐFERÐ
Allt hrært saman. Setja klattana á smjörpappír og baka í 15-20 mín á 180 gráður.
Gott millimál og hentugt í nestisboxið. Hægt að geyma í frysti og skella svo í ristavélina.
Uppskriftin kemur af Facebook síðu Yggdrasils, heildsölu.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.