Það er einfalt mál að búa til svalandi og gott ískaffi og það besta er að þú getur búið til hollari útgáfu af því líka, eins og öllu öðru.
Við þurfum alls ekki þessa 4000 hitaeininga bombu sem boðið er upp á á sumum kaffihúsum, það er vel hægt að fá sama ískaffi ‘kikkið’ en sleppa þessum umfram hitaeiningum eða sleninu sem sumir upplifa í kjölfarið af mjólkur og sykurneyslu.
Um daginn sat ég í sólinni úti á palli í vesturbænum, mér var sjóðheitt og mig langaði í kaffi, en ekki hitann frá því.
Svo ég bjó til ískaffi.
Skellti glasi undir klakavélina í ískápnum og fyllti með muldum klaka.
Bjó til einfaldan espresso og hellti yfir. Bætti meiri klaka við þar til kaffið var orðið ískalt. Setti svo möndlumjólk út í og hrærði.
Svo bragðbætti ég drykkinn góða með smá vanillusykri en þú getur líka notað sykurlaust síróp, stevíu með vanillubragði eða hvaða sætuefni sem er.
Voilā! Verði þér að góðu!
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.