Þessar bragðgóðu og hollu súkkulaði-trufflur tekur aðeins nokkrar mínútur að útbúa…
…Þær innihalda einungis þrjú hráefni, þar á meðal carobduft sem fæst í heilsubúðum.
Trufflurnar eru hollur kostur í stað hefðbundins súkkulaðis.
Hráefni
- 1 bolli döðlur
- 1/4 bolli hampfræ
- 1 kúffull teskeið af kakódufti eða carobdufti
Aðferð
Fjarlægið steinana úr döðlunum og skerið þær niður í smáa bita.
Blandið döðlunum vandlega saman við kakóduftið eða carobduftið og hampfræin.
Hnoðið blönduna í litlar trufflur og rúllið þeim upp úr því sem þér dettur í hug, t.d. carobdufti, kanil eða Himalayan salti.
Hollt og gott nammi!
Uppskriftin og myndirnar eru fengnar að láni frá ThisRawsomeVeganLife.
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.