Uppskrift: Hollar ostabrauðstangir úr blómkáli og eggjum! Hægt að nota sem pítsabotn líka!

Uppskrift: Hollar ostabrauðstangir úr blómkáli og eggjum! Hægt að nota sem pítsabotn líka!

11014788_10152838549458702_891863128_n

Þú getur kvatt dominos ostagottið því þetta er komið til að vera! Ég bjóst aldrei við að þessar brauðstangir yrðu svona fáránlega góðar.

Þessar brauðstangir eru með svo marga kosti að ég veit varla hvar ég á að byrja. Í fyrsta lagi eru þær bráðhollar og frábær leið til að fá börnin til að borða blómkál. Ég efast stórlega um að blómkál sé ofarlega á vinsældarlistanum hjá barninu þínu. Í öðru lagi var fáránlega fljótlegt að henda í þessa uppskrift. Í þriðja lagi er mikill hvítlaukur í brauðstöngunum sem er snilld fyrir ónæmiskerfið og gefur manni upplifunina að þetta sé alvöru! Í fjórða lagi líður manni svo vel af þessu.

Hver kannast ekki við of mikið af brauðáti og líða svo geðveikt illa eftir á ? Ég geri það svo sannarlega.

Í fimmta lagi, OSTUR!

Ég hafði dálitlar áhyggjur af því ég átti bara frosið blómkál en það virtist ekki breyta miklu. Ég setti blómkálið bara í sigti og leyfði því að afþýðast þar. Passaðu bara að blómkálið sé ekki blautt þegar þú byrjar að vinna með það, leyfðu því að vera í sigtinu í nokkra klukkutíma en auðvitað er best að nota bara ferskt blómkál.

Ef þú ætlar að nota frosið blómkál skaltu gæta að skera burt stiklana, allavega meiri hlutann af þeim. Þegar blómkálið er búið að fara í blandarann á það að líta út eins og hrísgrjón. Þetta lítur út fyrir að vera mega subbulegt þegar að þetta er komið á bökunarpappírinn en ég lofa þér að þetta verður það ekki.

Eggin og osturinn halda þessu öllu saman og skorpan verður pínu krispí. Brauðstangirnar eru æðislegar einar og sér en ef þú vilt bera þær fram með pítsasósu passaðu þá að hún sé sykurlaus. Salsasósa gæti líka virkað æðislega með. innihaldostabrauðstangirInnihald

520 gr. blómkál eða c.a. einn stór blómkálshaus.
4 egg
90 gr. rifinn ostur
3 msk. oregano eða pítsakrydd
4 hvítlauksgeirar
Salt og pipar
90 gr. ostur til að dreifa ofaná
Nokkrir fetaostsbitar til að dreifa ofaná

Aðferð

 1. Byrja á því að hita ofninn í 220º.
 2. Leggja bökunarpappír á plötu til að hafa tilbúið.
 3. Rífa blómkál niður og setja það í matvinnsluvél þar til það fer að líkjast hrísgrjónum.
 4. Ef þú ert að nota frosið blómkál þá er næsta skref svo: Settu blómkálið í lokað box og hitaðu í örbylgjuofni í rúmlega 2 mín. Ef þú ert að nota ferskt: Settu blómkálið í lokað box og hitaðu í örbylgjuofni í 10 mín.

  ostabrauðstangiróeldað
  Svona lítur þetta út áður en það er bakað.
 5. Settu svo blómkálið í stóra skál og blandaðu saman við eggjum, osti, kryddunum og hvítlauknum. Blanda öllu vel saman !
 6. Skiptu blöndunni í tvennt og dreifðu á bökunarpappírinn. Mótaðu í tvo hálfgerða kassa en ef þú ert að gera pítsu dreifiru allri blöndunni í hringlaga form.
 7. Bakaðu botninn í rúmlega 25 mín. eða þar til hann er orðinn fallega gylltur. Þegar hann er orðinn fallega gylltur og djúsí skaltu dreifa restinni af ostinum ofaná og baka í 5 mín. í viðbót.
 8. Skera í bita og bera fram með sykurlausri pítsasósu eða salsasósu !

 

11026642_10152838549493702_438155450_n (1)

Þú verður sko ekki svikinn af þessu nammi, get ekki beðið eftir að gera þessa uppskrift aftur!

Share on facebook
Deila á Facebook
Share on twitter
Deila á Twitter
Share on pinterest
Deila á Pinterest