Mér þykja eftirréttir ægilega góðir og eiginlega nauðsynlegir. Eftirrétti vil ég helst hafa í smekklegri stærð og borna fram á fallegan og einfaldan máta.
Þessar hollu kókoskúlur sem innihalda m.a. banana Buddy Fruits og steviu eru verulega gómsætar með góðum kaffibolla. Svo eru þær einfaldar í framkvæmd líka!
Hráefni (fyrir ca. 40 kúlur)
- 100 gr. smjör
- 3 dl. haframjöl
- 1½ dl. kókosmjöl
- 2-3 msk. sukrin melis
- 15 dropar vanillu stevia
- 2 msk. kakó
- 1 msk. vatn
- Banana Buddy Fruits hlaup
Svona ferðu að
- Þú blandar öllu saman í eina skál (sigtar kakóið).
- Hnoðar deigið saman með höndunum.
- Býrð til kúlur úr deiginu utan um Buddy Fruits hlaup og veltir þeim jafnóðum uppúr kókosmjöli.
- Raðar þeim á disk og geymir inn í ísskáp í að minnsta kosti 20 mín.
Voilà! Gómsætur munnbiti með kaffinu sem hægt er að bera fram á smekklegan máta í fallegri skál eða á penum disk.
Fanney hefur skrifað á Pjattið frá 2012. Hún skrifar mest um andlegu hliðina og lífsstílstengd mál. Fanney er viðskiptafræðingur og starfar sem slíkur hjá Markhóli markþjálfun. Hún býr í 105 Rvk ásamt sambýlismanni sínum Óskari Arnarsyni. Fanney er með sól í fiskum en er rísandi bogmaður.