Uppskrift: Holl og heit indversk linsubaunasúpa

Uppskrift: Holl og heit indversk linsubaunasúpa

Við viljum prófa hollar og spennandi uppskriftir og hvað er betra en heit súpa á köldum degi?!

lensusupaÉg prófaði þessa indversku súpu frá henni Auði Ingibjörgu, sérstaklega góð krydd sem kæta bragðlauka og um leið finnum við hollustuna sem fer um líkamann.  Kryddin hafa góð áhrif á sogæðakerfið!

Indversk rauðlinsusúpa

  • 250 g rauðar linsubaunir
  • 1 laukur
  • 1 paprika, rauð eða gul
  • 1 msk olía
  • 1/2 dós kókosmjólk
  • 1 msk appelsínuþykkni
  • 1/2 msk karrí
  • 1 tsk túrmerik
  • 1 búnt ferskt kóríander
  • 1/2 l vatn.

Sneiða lauk og papriku.  Grófsaxa kóríander og leggja til hliðar.  Sjóða baunir sér.  Steikja lauk í olíu, bæta kókosmjólk og appelsínuþykkni við, krydda með karrí og túrmerik, hræra soðnum baunum saman við, setja papriku og kóríander út í síðast.

Berið fram með góðu salati, naan brauði (sem má sleppa líka) og brosi á vör!

Share on facebook
Deila á Facebook
Share on twitter
Deila á Twitter
Share on pinterest
Deila á Pinterest