Himneskir lakkrístoppar með Daim-kurli

Hér er uppskrift fyrir alla nammigrísina þarna úti. Þessi uppskrift er afrakstur smá tilraunastarfsemi en hún er mjög einföld og fljótleg og útkoman er krúttlegar og flottar kökur sem líta vel út í skál…

…Það sem þú þarft í þessar smákökur er;

Fjögur egg
2 pokar af Nóa lakkrískurli
2-3 litlar plötur af Daim (c.a 60-90 gr.)
…og 250 gr af púðursykri.

  • Byrjaðu á að aðskilja eggjahvíturnar frá rauðinni (það er líka hægt að kaupa tilbúnar eggjahvítur í matvörubúð) og stífþeyttu þær svo í hreinni skál. Passaðu bara að það fari engin rauða með í skálina.
  • Næst seturðu púðursykurinn rólega í stífþeyttar eggjahvíturnar og hrærir áfram þangað til að sykurinn er horfinn.
  • Þá er bara lakkrískrulið og saxað Daimið setta varlega í þeytinginn og er öllu hrært rólega saman með sleif.
  • Svo er best að nota teskeiðar í að raða toppunum á bökunarpappír.
  • Næst er þeim skellt í 170° heitan ofn og bakað í sirka korter. Best er bara að fylgjast vel með þeim í ofninum því þeir eru fljótir að brenna ef þú gleymir þér.

Að lokum eru þeir teknir úr ofninum, kældir og BORÐAÐIR!

NAMM NAMM NAMM! Hriiikalega gott!

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Færsla: Himneskir lakkrístoppar með Daim-kurli

Bakstur & brauð

Himneskir lakkrístoppar með Daim-kurli

Hér er uppskrift fyrir alla nammigrísina þarna úti. Þessi uppskrift er afrakstur smá tilraunastarfsemi en hún er mjög einföld og fljótleg og útkoman er krúttlegar