UPPSKRIFT: Himneskar parmesan kjötbollur

UPPSKRIFT: Himneskar parmesan kjötbollur

meatballs7small

Þessar kjötbollur, með bræddum mozarella-osti, slá í gegn hvar sem þær eru á boðstólnum. Þær eru frábærar sem forréttur, snarl eða með spaghetti.

12-16 bollur

INNIHALD

Kjötbollur

 • 700 gr. af nautahakki
 • 2 msk. fersk steinselja, skorin smátt
 • 2 dl rifinn parmesan ostur
 • 1 dl. möndlumjöl
 • 2 egg
 • 1 hvítlauksgeiri, marinn
 • 1 tsk. sjávarsalt
 • 1/4 tsk. svartur pipar
 • 1/4 tsk. hvítlaukssalt
 • 1/4 tsk. oregano
 • 1 dl. volgt vatn

Sósa

 • 2 dl. af pastasósu í dós, t.d frá Hunts
 • 1 og 1/2 dl. mozarella ostur

AÐFERÐ

Blandið saman í stórri skál öllum þeim hráefnum sem þarf í kjötbollurnar. Hnoðið saman í höndunum litlar bollur. Hægt er að baka bollurnar í ofni við 180°gráður í 20 mínútur en einnig er hægt að steikja bollurnar á pönnu við miðlungshita.

Áður en bollurnar eru settar í ofninn er ein matskeið af pastasósunni sett yfir hverja bollu og sneið af mozarellaosti. Ef þær eru steiktar á pönnu skal taka þær af pönnunni þegar þær eru alveg að verða tilbúnar. Þá eru pastasósan og mozarellaosturinn sett yfir og inn í ofn í nokkrar mínútur uns osturinn verður gullinbrúnn.

Berið fram með steinselju.

Njótið vel!

 

Share on facebook
Deila á Facebook
Share on twitter
Deila á Twitter
Share on pinterest
Deila á Pinterest