Þessar kjötbollur, með bræddum mozarella-osti, slá í gegn hvar sem þær eru á boðstólnum. Þær eru frábærar sem forréttur, snarl eða með spaghetti.
12-16 bollur
INNIHALD
Kjötbollur
- 700 gr. af nautahakki
- 2 msk. fersk steinselja, skorin smátt
- 2 dl rifinn parmesan ostur
- 1 dl. möndlumjöl
- 2 egg
- 1 hvítlauksgeiri, marinn
- 1 tsk. sjávarsalt
- 1/4 tsk. svartur pipar
- 1/4 tsk. hvítlaukssalt
- 1/4 tsk. oregano
- 1 dl. volgt vatn
Sósa
- 2 dl. af pastasósu í dós, t.d frá Hunts
- 1 og 1/2 dl. mozarella ostur
AÐFERÐ
Blandið saman í stórri skál öllum þeim hráefnum sem þarf í kjötbollurnar. Hnoðið saman í höndunum litlar bollur. Hægt er að baka bollurnar í ofni við 180°gráður í 20 mínútur en einnig er hægt að steikja bollurnar á pönnu við miðlungshita.
Áður en bollurnar eru settar í ofninn er ein matskeið af pastasósunni sett yfir hverja bollu og sneið af mozarellaosti. Ef þær eru steiktar á pönnu skal taka þær af pönnunni þegar þær eru alveg að verða tilbúnar. Þá eru pastasósan og mozarellaosturinn sett yfir og inn í ofn í nokkrar mínútur uns osturinn verður gullinbrúnn.
Berið fram með steinselju.
Njótið vel!
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.