Hver elskar ekki Dumble karamellur? Og hver elskar ekki bollakökur?
Hér kemur uppskrift að gómsætum súkkulaði bollakökum með Dumble kremi. Við mælum með að allir prófi þessa uppskrift, þar sem þetta er ein sú allra besta sem vér höfum smakkað!
INNIHALD
2 dl hveiti
1,5 dl sykur
6 msk bökunarkakó
1 tsk salt
1 tsk matarsódi
3 egg
2,5 tsk vanilludropar
0,5 dl olía
1 dl kalt vatn
AÐFERÐ
1. Sigtið saman þurrefnin svo ekki myndist kekkir
2. Þeytið saman egg, olíu, vatn og vanilludropa
3. Bætið þurrefninum saman við og blandið vel
4. Skiptið niður í um 20-25 stk bollakökuform og bakið við 180 gráður í um 15 mínútur
5. Látið kólna áður en kremið er sett á kökurnar
200 gr Dumble karamellur
0,5 dl rjómi
40 gr smjör
2 stk eggjarauður
50 gr flórsykur
KREM
1. Bræðið saman karamellurnar, smjörið og rjómann við lágan hita, hrærið vel í
2. Þeytið saman eggjarauður og flórsykurinn
3. Látið Karamellublönduna aðeins kólna og blandið henni því næst saman við eggjrauðurnar, leyfið svo blöndunni aðeins að standa á borðinu í um 10-15 mínútur svo að hún fái að þykkkna aðeins upp.
4. Berið kremið yfir hverja köku fyrir sig, ágætt að láta kökurnar í kæli svo að kremið fái að storkna.
Dásamlegar kökur sem eiga eftir að slá í gegn! Algjört nammi!
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.