Þessar himnesku kartöflur eru ómissandi með þínum uppáhalds. Toppa allt!
INNIHALD
6 Kartöflur, milli-stærð
2 – 3 hvítlauksgeirar, þunnar sneiðar
2 msk ólífuolía
30 g smjör
Maldon sjávarsalt
Ferskur svartur pipar
AÐFERÐ
Forhitið ofninn í 220˚C. Látið slétta hlutan snúa niður. Byrja frá öðrum enda kartöflunnar, skera nánast alla leið í gegn, með um 3 til 4 mm millibili.
Raða kartöflunum á bökunar plötu, setjið hvítlauks rifin á milli. Dreifið smá smjöri ofan á hverja kartöflu. Síðan hellið olíu yfir, stráið salti og pipar yfir eftir smekk.
Bakið þær í um 40 mínútur, þar til kartöflurnar eru orðnar stökkar að utan og mjúkar að innan.
Þessar kartöflur eru góðar með hverju sem er en virkilega góðar með grillmatnum auðvitað!
Guðný H. Sigmundsdóttir er hársnyrtir að mennt og með gífurlegan áhuga á flestu sem eykur á heilbrigði og vellíðan. Hún elskar að baka og útbúa hollan mat, hefur brennandi áhuga á leiklist og hefur stundað hana í tvö ár ásamt því að starfa sem sölu og markaðsmanneskja.