Það jafnast ekkert á við gómsæta skúffuköku, og þessi skúffukaka slær alltaf í gegn sama hvort sem það eru fullorðnir eða börn sem að smakka á henni.
Uppskriftin virkar fyrst um sig smá flókin en er það alls ekki, mæli með þessari með sunnudagskaffinu.
Innihald:
4dl hveiti
2dl sykur ( má alveg setja bara 1 dl alveg jafn bragðgóð)
2stk egg
125gr smjörlíki
2tsk lyftiduft
2tsk vanilludropar
5msk kakó
1/2dl mjólk
1dl ab mjólk eða venjuleg súrmjólk
Kókosflögur og jarðaber til að skreyta og bragðbæta
Innihald krem:
100gr smjör eða smjörlíki
5msk kakó
4dl.flórsykur
8-10 dropar vanillustevía
Aðferð kakan:
1. Þeytið saman eggog sykur
2. Bræðið smjörlíki og látið kólna aðeins
3. Bætið þurrefnum saman við, getur verið ágætt að sigta hveitið og kakóið til að forðast kjekki
4. Setjið mjólkina, smjörlíkið og ab mjólkina saman við og hrærið öllu vel saman.
5. Smyrið form eða ofnskúffu með smjöri og látið blönduna í.
6. Bakist við 180 gráðurí 30 mínútur.
7. Leyfið kökunni að kólna vel áður en að kremið er smurt á.
Aðferð krem:
1. Bræðið smjörið í potti við vægan hita.
2. Setjið þurrefnin saman við og hrærið vel saman.
3. Smyrjið kreminu á kökuna þegar hún hefur fengið að kólna.
4. Stráið kókosflögum og skerið niður jarðaber tilað skreyta kökuna að vild.
Smakkast rosalega vel með ísköldu mjólkurglasi eða góðum kaffibolla!
Una Dögg Gudmundsdòttir er 28 àra Seltirningur sem býr nú í Vesturbæ ásamt eiginmanni og tveimur dætrum, 7 og 2 ára.
Una Dögg lauk BA prófi í félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands, en verandi pjattrófa inn að beini hefur hún einnig lært nagla og förðunarfræði. Una elskar að baka og elda en henni finnst best að hafa uppskriftirnar einfaldar, fljótlegar og auðvitað dásamlega góðar.