Það er svo yndislegt að geta gefið sér smá tíma saman með fjölskyldunni á sunnudögum, setjast niður saman og spjalla um atburði liðinnar viku.
Á mínu heimili eru gjarnan bakaðar pönnukökur á sunnudögum. Okkur finnst þær alltaf jafn góðar og svo finnst okkur gaman að prófa að setja mismunandi álegg á þær. Hvort sem það er sykur eða þeyttur rjómi með ávöxtum og súkkulaði. Bananar, aðrir ávextir eða gotterí.
Hér kemur einföld og góð uppskrift að sunnudagspönnukökum :
Innihald:
360 gr hveiti
1 tsk sykur
1/2 tsk salt
1 tsk lyftiduft
1 tsk matarsódi
3 egg
2 tsk vanilludropar
700 ml mjólk
70 gr brætt smjör eða smjörlíki
Aðferð:
1. Setjið þurrefnin í skál.
2. Bætið eggjum og vanilludropum saman við.
3. Hellið mjólkinni saman við og hrærið vel.
4. Bræðið smjörið á pönnun og hellið saman við.
5. Hitið pönnuna og leyfið smá smjöri að bráðna á.
6. Setjiðum 5 msk af deigi á pönnuna og rennið deiginu til þannig að það fylli út í pönnuna.
7. Snúið pönnukökunni við með spaða þegar loftbólur fara að myndast.
8. Staflið pönnukökunum á disk og berið fram með grinilegum ávöxtum, rjóma og sykri.
Njótið sunnudagsins! Sunnudagur til sælu 🙂
Una Dögg Gudmundsdòttir er 28 àra Seltirningur sem býr nú í Vesturbæ ásamt eiginmanni og tveimur dætrum, 7 og 2 ára.
Una Dögg lauk BA prófi í félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands, en verandi pjattrófa inn að beini hefur hún einnig lært nagla og förðunarfræði. Una elskar að baka og elda en henni finnst best að hafa uppskriftirnar einfaldar, fljótlegar og auðvitað dásamlega góðar.