UPPSKRIFT: Hið fullkomna Spaghetti bolognese – með Ritz kexi!

UPPSKRIFT: Hið fullkomna Spaghetti bolognese – með Ritz kexi!

spagettiNú eru eflaust margir að komast í venjulega rútínu eftir jólafríið, fólk fer að elda venjulegan heimilismat aftur og gjarnan í hollari kantinum.

Hér kemur uppskrift af góðum kjötbollum sem allir í minni fjölskyldu elska, staðgóður og fínn matur og um að gera að leyfa krökkunum að taka þátt við að útbúa þennan rétt.

imagesÞað sem þarf til er:

1 pakki nautahakk
1 stk laukur
1 stk rauð paprika
10-15 stk ritz kex kökur
1 stk egg
Hvítlaukskrydd
Salt & pipar
1 dós af góðri spagetti sósu
Pasta eða spagetti eftir þörfum (má líka vera heilhveiti eða spelt pasta)

Kjötbollur aðferð:

1. Fínsaxið laukinn og paprikuna mjög smátt og steikið á pönnu með olíu.
2. Setjið nautahakkið í skál og kryddið vel með hvítlaukskryddi og öðru kryddi eftir þörf.
3. Myljið Ritz kex kökurnar niður afar smátt, eins og þær séu oðrnar að kryddmylsnu og setjið út í nautahakksblönunda ásamt paprikunni og lauknum. Blandið vel saman.
4. Setjið eitt stykki egg út í og hnoðið vel með höndunum eða sleif, byrjið svo að gera litla bollur og raðið á pönnu með smá olíu undir.
5. Hellið spaghetti sósunni yfir kjötbollunar og lokið pönnunni, leyfið þessu að malla á pönnunni í um 25 mínútur.
6. Sjóðið spaghetti í pott með salti og olíu.
7. Borið fram saman, spaghetti með kjötbollum í rauðri sósu. Æðislega gott að setja parmesan ost yfir og ólífur!

Buon Appetito!

Share on facebook
Deila á Facebook
Share on twitter
Deila á Twitter
Share on pinterest
Deila á Pinterest