Nú eru eflaust margir að komast í venjulega rútínu eftir jólafríið, fólk fer að elda venjulegan heimilismat aftur og gjarnan í hollari kantinum.
Hér kemur uppskrift af góðum kjötbollum sem allir í minni fjölskyldu elska, staðgóður og fínn matur og um að gera að leyfa krökkunum að taka þátt við að útbúa þennan rétt.
1 pakki nautahakk
1 stk laukur
1 stk rauð paprika
10-15 stk ritz kex kökur
1 stk egg
Hvítlaukskrydd
Salt & pipar
1 dós af góðri spagetti sósu
Pasta eða spagetti eftir þörfum (má líka vera heilhveiti eða spelt pasta)
Kjötbollur aðferð:
1. Fínsaxið laukinn og paprikuna mjög smátt og steikið á pönnu með olíu.
2. Setjið nautahakkið í skál og kryddið vel með hvítlaukskryddi og öðru kryddi eftir þörf.
3. Myljið Ritz kex kökurnar niður afar smátt, eins og þær séu oðrnar að kryddmylsnu og setjið út í nautahakksblönunda ásamt paprikunni og lauknum. Blandið vel saman.
4. Setjið eitt stykki egg út í og hnoðið vel með höndunum eða sleif, byrjið svo að gera litla bollur og raðið á pönnu með smá olíu undir.
5. Hellið spaghetti sósunni yfir kjötbollunar og lokið pönnunni, leyfið þessu að malla á pönnunni í um 25 mínútur.
6. Sjóðið spaghetti í pott með salti og olíu.
7. Borið fram saman, spaghetti með kjötbollum í rauðri sósu. Æðislega gott að setja parmesan ost yfir og ólífur!
Buon Appetito!
Una Dögg Gudmundsdòttir er 28 àra Seltirningur sem býr nú í Vesturbæ ásamt eiginmanni og tveimur dætrum, 7 og 2 ára.
Una Dögg lauk BA prófi í félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands, en verandi pjattrófa inn að beini hefur hún einnig lært nagla og förðunarfræði. Una elskar að baka og elda en henni finnst best að hafa uppskriftirnar einfaldar, fljótlegar og auðvitað dásamlega góðar.