Reykjavik
16 Mar, Saturday
4° C
TOP

Uppskrift: Heimatilbúið kaffisýróp – Sniðug gjöf

IMG_8059

Þetta er einfalt, gómsætt og hræódýrt – miðað við hvað svona sýróp kostar úti í búð (þá geng ég að því vísu að flestir eigi hráefnin nú þegar uppi í skáp).

Vanillusýróp:
  • 2 bollar vatn
  • 2 bollar sykur
  • 1/2 teskeið vanillu extract (dropar)
Vatnið og sykurinn er hitað við lágan hita þangað til sykurinn leysist alveg upp. Þá er vanillunni bætt út í og voilá, ótrúlega bragðgott sýróp sem gerir góðan kaffibolla ennþá betri.

IMG_8060

Svona sýrópsflaska getur líka verið skemmtileg gjöf. Uppskriftin kemur héðan og þarna má einnig finna fleiri bragðtegundir.

Guðrún Veiga er mannfræðingur að mennt. Týpískt naut, kann vel að meta veraldleg gæði og þrjósk með eindæmum, fagurkeri og eyðslukló. Naglalökk eru hennar helsti veikleiki og líkamsrækt stundar hún ekki en viðheldur brennslunni með óhóflegri kaffidrykkju.