Hummus er verulega góður réttur frá mið-austurlöndum sem gjarna er borin fram með pítubrauði eða skornu grænmeti.
Þetta er ekki flókið, þú skellir bara öllu í matvinnsluvél og notar svo sem meðlæti eða álegg.
- 300 g, 1 dós niðursoðnar lífrænar kjúklingabaunir frá Sollu
- 1 hvítlauksrif, ég nota heilan hvítlauk úr “körfunni”
- ½ búnt steinselja, söxuð
- 2 msk hvítt tahini
- ½ dl sítrónusafi
- ½ tsk salt
- ½ tsk cumin
- Cayennepipar á hnífsoddi
Kjúklingabaunir, hvítlaukur og steinselja í matvinnsluvél. Tahini, sítrónusafa og salti bætt út ásamt kryddi og unnið þar til silkimjúkt.
Geymist í viku í ísskáp og hægt að borða með allskonar mat.
Guðbjörg er iþróttakennari frá Íþróttakennaraskóla Íslands. Hún hefur verið í líkamsræktarbransanum frá því árið 1989. Alltaf tilbúin að taka að sér krefjandi verkefni. Haldið ýmis þjálfaranámskeið fyrir þolfimikennara og einkaþjálfara auk þess að vera stundakennari við HR íþróttafræði. Undanfarin 19 ár hefur hún starfað með Agústu Johnson en nú hefur hún stofnað sitt eigið fyrirtæki, G fit heilsurækt og elskar að taka þátt í vellíðan fólks og upplifa árangur í líkamsrækt. Guðbjörg á skilningsríkan eiginmann og þrjú yndisleg börn.