UPPSKRIFT: Hamborgarinn sem knésetur hörðustu matgæðinga!

UPPSKRIFT: Hamborgarinn sem knésetur hörðustu matgæðinga!

Þetta er alveg fyrir lengra komna!
Þetta er alveg fyrir lengra komna!

Í gegnum tíðina hefur myndast ákveðin hefð hjá mér og systur minni að á sunnudagskvöldi um verlsunarmannahelgi- ef við erum saman- þá eru heimagerðir hamborgarar á matseðlinum.

Það vill svo til að báðir mennirnir okkar eru þekktir á meðal jafningja sem matgæðingar miklir, að vera afburðaliprir í eldhúsinu, að borða á við fjóra meðaltarfa og hafa keppnisskap á við maraþonhlaupara!

Þess vegna hefur það sem byrjaði bara með ósköp saklausum ostborgurum vaxið með hverju árinu og sprakk skalinn þetta árið þegar þeir svilar tóku sig saman og matreiddu hina epísku redneck Can-burgers.

Svona leit þetta skrímsli af borgara út þegar búið var að skera í hann!!!
Svona leit þetta skrímsli af borgara út þegar búið var að skera í hann!!!

Ég reyndar held að þar hafi verið háð innri barátta karlmennsku og líkamlegrar getu…

Ég hélt að nafnið væri dregið af dósinni (can) sem er notuð við að móta borgarann…. En eftir að hafa borðað þetta bragðgóða og unaðslega skrímsli af hamborgara held ég frekar að nafnið sé dregið af því að þeir sem eru að fara að borða þá hugsa allir “Can I… can I really finish this???”

Það sem þú þarft í gerð þessara borgara er…

250 gr af hakki á hvern borgara, kryddað eftir smekk.
Sveppir
Laukur
Rauðlaukur
Paprika- Gul og rauð
Beikon
Barbeque sósa
Ostur
Hamborgarabrauð (samt algjörlega óþörf)
Sósa eftir smekk á brauðin, ég notaði Bernaise á minn.

Eftir að hafa youtube-að þessa borgara fyrir einhverju síðan gerði ég mér alveg í hugarlund að þeir yrðu alveg allt í lagi… En það kom eiginlega aftan að mér hvað þetta eru óhugnalega ljúffengir borgarar!

Hvorki ég né systir mín náðum að klára okkar borgara, en matgæðingarnir sem maðurinn minn og mágur eru algjörlega önduðu sínum að sér! Ég reyndar held að þar hafi verið háð innri barátta karlmennsku og líkamlegrar getu en þeir allavega náðu að klára og draga okkur systur í land svo að þeir koma báðir út úr þessari rimmu með ósködduð egó!

Heilshugar mæli ég með því að allir prufi að gera þennann borgara allavega einusinni yfir ævina! Unaður fyrir bragðlaukana og “brag rights” fyrir egoið!

Share on facebook
Deila á Facebook
Share on twitter
Deila á Twitter
Share on pinterest
Deila á Pinterest