Hafrakökur með rúsínum

Hafrakökur með rúsínum

oatmeal cookie plate (1)

Það er alltaf svo góð tilfinning að geta fengið sér eitthvað hollt og seðjandi á milli mála, hvað þá að gefa börnunum slíkt gotterí.

Þessa uppskrift fengum við að láni hjá Cafe Sigrún. Hún inniheldur allskonar næringarríkt góðgæti sem allir ættu að geta notið með góðri samvisku og það besta er að klattarnir endast nokkuð lengi.

INNIHALD

 • Screen Shot 2013-09-09 at 18.51.0360 g heslinetur, þurrristaðar, afhýddar og saxaðar smátt
 • 100 g haframjöl, malað fínt
 • 90 g spelti
 • 1 tsk kanill
 • 1 tsk múskat (enska: nutmeg)
 • 0,5 tsk engifer
 • 0,5 tsk negull (enska: cloves)
 • 1 tsk vínsteinslyftiduft
 • 0,5 tsk salt (Himalaya eða sjávarsalt)
 • 4 msk kókosolía
 • 70 g rapadura hrásykur (eða annar hrásykur)
 • 2-4 msk sojamjólk (ef þarf)
 • 1 egg
 • 50 g sesamfræ
 • 50 g dökkt, lífrænt framleitt súkkulaði, með hrásykri, saxað gróft
 • 55 g rúsínur (eða smátt saxaðar döðlur)

AÐFERÐ

 1. Ef þið notið heilar heslihnetur með hýði, þurristið þá hneturnar á heitri pönnu. Til að þurrrista á pönnu er best að hita hana á fullum hita og rista hneturnar í 2-3 mínútur eða þangað til hýðið fer að losna. Kælið og nuddið hýðinu af. Saxið hneturnar smátt.
 2. Malið haframjölið í matvinnsluvél eða blandara þangað til það er orðið eins og spelti (að fínleika).
 3. Sigtið saman í stóra skál; spelti, vínsteinslyftiduft, kanil, múskat, engifer, negul og salt. Hrærið vel.
 4. Í aðra skál skuluð þið hræra saman egg, kókosolíu og rapadura hrásykurinn. Hrærið mjög vel og hellið út í stóru skálina. Blandið varlega saman með stórri sleif.
 5. Saxið súkkulaðið gróft og blandið því út í skálina ásamt rúsínum og sesamfræjum. Veltið deiginu aðeins til (ekki hræra mikið).
 6. Blandið mjólk út í ef þarf en annars má sleppa henni. Deigið á að vera frekar þurrt en ekki þannig að það molni.
 7. Setjið bökunarpappír á bökunarplötu.
 8. Rúllið saman jafnar kúlur úr deiginu (um 1 kúfaða matskeið) og setjið á plötuna. Hafið smá bil á milli þeirra.
 9. Þrýstið létt ofan á hverja köku með gaffli (eða flötum lófanum).
 10. Bakið við 180°C í um 15-20 mínútur (ef þið bakið lengur verða þær stökkar en annars verða þær mjúkar í miðjunni).
 11. Geymið í lokuðu plastíláti.

Gott að hafa í huga

 • Athugið að smákökurnar eru bestar nýbakaðar. Frystið þær smákökur sem þið borðið ekki samdægurs og hitið svo upp síðar. Þær verða eins og nýbakaðar.
 • Nota má undanrennu, hrísmjólk, haframjólk eða möndlumjólk í staðinn fyrir sojamjólk.
 • Ef kókosolían er hörð má stinga krukkunni í heitt vatn í nokkrar mínútur þar til hún verður fljótandi.
 • Notið hamingjuegg ef þið mögulega getið.
 • Nota má carob í stað súkkulaðis og kakós. Carob hentar þeim sem eru viðkvæmir fyrir örvandi efnum kakósins og hentar því börnum vel. Carob fæst í heilsubúðum og heilsuhillum matvöruverslana. Það fæst bæði sem duft (eins og kakó) og í plötum (eins og súkkulaði).
 • Athugið að dökkt súkkulaði inniheldur yfirleitt mjólk, lesið ávallt innihaldslýsingu ef þið eruð með óþol/ofnæmi. Hægt er að nota mjólkurlaust súkkulaði í staðinn.

Njótið! Frábært sem morgunmatur, miðdegis, með kaffinu eða sem nesti í skóla eða vinnu!

Share on facebook
Deila á Facebook
Share on twitter
Deila á Twitter
Share on pinterest
Deila á Pinterest