Það jafnast ekkert á við heimalagaða pizzu og er nokkuð viss um að þið séuð sammála mér um það.
Þessi botn, sem ég fann upphaflega hér á Pjatt.is er einfaldlega sá besti sem ég geri og er ánægð með að hann er líka miklu hollari en gerbotnarnir.
Þú einfaldlega verður að prófa.
Sérlega fljótlegur botn:
- 5 dl spelt, nota til helminga fínmalað og grófmalað, nota líka oft heilhveiti og venjulegt til helminga
- 1 tsk sjávarsalt
- 2 msk olía
- 3 tsk vínsteins lyftiduft
- 1 msk krydd (t.d. oregano, timjan, basiliku, pizzakrydd) ég nota krydd frá pottagöldrum
- 3 dl létt ab-mjólk
Blandið spelti, lyftidufti, salti og kryddi saman.
Bætið svo olíunni saman við og AB-mjólkinni á meðan þið hrærið blöndunni létt saman þangað til að deigkúla myndast, passa að ofhræra ekki. Hnoðið bara létt og lítið. Fletjið deigið út á smjörpappír. Botninn á eftir að tvöfaldast að þykkt í ofninum, þannig að það má dreifa svolítið vel úr deiginu.
Forbakað í 200 gráðu heitum ofni í 5 mín, tekin út og sett pizzasósa og álegg, bakið áfram í 10 mín í viðbót.
PIZZUSÓSA sem gott er að gera, stundum nota ég bara venjulega pizzusósu og það er líka sniðugt að blanda saman hollri tómatpúrru og tómatsósu saman t.d. frá Sollu, það geri ég mjög oft og krakkarnir mínir finnst það best, miklu betra en keypt pizzusósa.
- 1 dós niðursoðnir tómatar
- 2 msk tómatpúrra
- 1-2 hvítlauksrif – pressuð
- 2 tsk oregano
- 2 tsk basil
- 2 tsk timian
- 1 tsk sjávarsalt
- 1/4 tsk nýmalaður svartur pipar
Blandið öllu vel saman
Á mína pizzu set ég hvaða grænmeti sem er og strái svo mozzarella osti yfir og krydda með aðeins meira pizzakryddi. Sparipizzan er að skera kjúklingabringur í strimla og steikja létt á pönnu, krydda með t.d. afrísku kjúklingakryddi frá Pottagöldrum og framhaldið með grænmeti.
Toppa hana svo með klettasalati í lokin, ummm! Annars er að nota bara það sem er til hverju sinni og láta hugmyndarflugið ráða. Þá er um að gera að prófa.
Guðbjörg er iþróttakennari frá Íþróttakennaraskóla Íslands. Hún hefur verið í líkamsræktarbransanum frá því árið 1989. Alltaf tilbúin að taka að sér krefjandi verkefni. Haldið ýmis þjálfaranámskeið fyrir þolfimikennara og einkaþjálfara auk þess að vera stundakennari við HR íþróttafræði. Undanfarin 19 ár hefur hún starfað með Agústu Johnson en nú hefur hún stofnað sitt eigið fyrirtæki, G fit heilsurækt og elskar að taka þátt í vellíðan fólks og upplifa árangur í líkamsrækt. Guðbjörg á skilningsríkan eiginmann og þrjú yndisleg börn.