Morgunmatur sem þessi er hreint út sagt algjört sælgæti, svo gott að næstum mætti kalla þetta eftirrétt. Og ekki er verra að þetta er bráðhollt og stútfullt af próteini og vítamínum.
INNIHALD
- 250 g fersk jarðaber
- 2 bananar
- 2 appelsínur, afhýddar og skornar í smátt
- 1 epli
- 200-400 g grísk jógúrt
- 1-2 msk hunang
- 1/3 bolli hakkaðar möndlur
Skerið allt niður frekar smátt og blandið saman í skál: jarðarberjum, epli, banana, appelsínum. Hrærðu hunang og jógúrt saman og settu yfir ávextina og toppaðu með söxuðum möndlum.
Njóttu í botn, gefðu einhverjum með þér og farðu svo út í daginn með bros á vör!
Guðný H. Sigmundsdóttir er hársnyrtir að mennt og með gífurlegan áhuga á flestu sem eykur á heilbrigði og vellíðan. Hún elskar að baka og útbúa hollan mat, hefur brennandi áhuga á leiklist og hefur stundað hana í tvö ár ásamt því að starfa sem sölu og markaðsmanneskja.