Fyrir okkur sem eru alveg óð á grillinu um helgar, hvort sem er í bústað eða bæ, þá er geggjað að finna nýja uppskrift að einhverju sem slær í gegn. Þessi eftirréttur er þannig.
Já? Það eru sko fleiri! Hér er eftirréttur sem er virkilega sniðugur fyrir heilsutýpurnar og kemur í raun mjög á óvart. Það vantar sko ekkert upp á ljúfa bragðið og ef þú átt aðra ávexti sem þér finnst henta betur í réttinn þá er bara að nota þá. Þetta er einfalt og auðvitað má skipta sætuefni út fyrir agave eða annað. Þessi uppskrift kemur frá Ernu sem skrifar á Gott í Matinn…
- 5 dl vínber
- 2 stk rauð epli, skorin í bita
- 2 stk perur, skornar í bita
- 20 g dökkt súkkulaði, saxað
- 3 dl létt vanillu- eða jarðarberjajógúrt
- 2 msk pálmasykur eða hrásykur
Stillið ofninn á grill. Setjið ávextina og súkkulaðið í skál. Dreifið síðan niður í fjögur lítil eldföst form eða bolla. Eins má setja allt í eitt stórt eldfast mót. Hellið jógúrtinni jafnt yfir. Stráið sykrinum yfir. Setjið í ofninn og grillið þar til sykurinn fer að brúnast. Berið strax fram.
Njótið!
Höfundur: Erna Sverrisdóttir
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.