Hér kemur einföld uppskrift af girnilegu hvítlauksbrauði sem hentar vel með til dæmis pasta eða súpu…
…Það tekur um fimm mínútur að undirbúa brauðið og 20 mínútur að baka það. Útkoman er djúsí og bragðmikið hvítlauksbrauð sem erfitt er að standast.
Hráefni (fyrir eitt hvítlauksbrauð):
- Eitt stórt nýbakað baguette brauð.
- 100 grömm mjúkt smjör við stofuhita
- Hálf lúka af fersku kóríander/basil, saxað
- Fjórir hvítlauksgeirar, pressaðir
- 30 grömm af rifnum parmesan ost (og smá auka til að strá yfir brauðið)
- Sítrónusafi úr hálfri sítrónu
Aðferð:
Forhitaðu ofninn í 200°. Blandaðu öllu hráefninu vandlega saman í skál. Skerðu brauðið í þykkar sneiðar (líkt og myndin sýnir) án þess að skera alveg í gegn. Smyrðu blöndunni ríkulega á milli sneiðanna. Stráðu auka parmesan osti yfir brauðið og vefðu því inn í álpappír. Bakaðu brauðið í um 15 mínútur, opnaðu svo álpappírinn og bakaðu brauðið í auka fimm mínútur.
Gæti varla verið einfaldara!
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.