Gómsætar smákökur með karamellu og Nutella

nutella-cookies-878Súkkulaðismákökur með Nutella- og karamellufyllingu sem bráðna í munninum, hljómar vel! Hérna kemur uppskriftin af þessum ljúffengu kökum.

 • 1/2 bolli smjör
 • 1 1/2 bolli púðursykur
 • 1/2 bolli kakóduft
 • 2 egg
 • 1/4 teskeið salt
 • 3/4 teskeið lyftiduft
 • 2 bollar hveiti
 • 100 grömm súkkulaðibitar
 • Maldon-salt til að strá yfir kökurnar
 • 1/2 bolli Nutella súkkulaðismjör
 • 15-16 litlar karamellur að eigin vali (til dæmis fílakaramellur)

Forhitaðu ofninn í 180° og settu bökunarpappir á ofnplötu. Bræddu smjörið á pönnu. Taktu pönnuna af hellunni og bættu púðursykrinum og eggjunum við smjörið.

Bættu þá kakóinu, saltinu og lyftiduftinu við blönduna og hrærðu vel. Loks má bæta hveitinu við. Gættu þess að deigið sé vel hrært áður en súkkulaðibitunum er bætt við.

Mótaðu smákökur úr deiginu á bökunarplötu, mælt er með að nota matskeiðar til að gera það. Notaðu svo hreina fingur til að gera litla holu í deigið (í miðjuna) og bættu þá u.þ.b. hálfri teskeið af Nuttella súkkulaðismjörinu í holuna ásamt einni karamellu. Að lokum, settu eina matskeið af deigi yfir holuna.Stráðu svo ööörlitlu Maldon-salti yfir kökurnar og bakaðu í um 8-10 mínútur.

Flott að baka þessar yfir helgina og eiga svo um jólin… (nei, sénsinn að þær endist!)

nutella-cookies-907

Þessi girnilega uppskrift kemur af heimasíðunni Top With Cinnamon.
Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Færsla: Gómsætar smákökur með karamellu og Nutella

Bakstur & brauð

Gómsætar smákökur með karamellu og Nutella

Súkkulaðismákökur með Nutella- og karamellufyllingu sem bráðna í munninum, hljómar vel! Hérna kemur uppskriftin af þessum ljúffengu kökum. 1/2 bolli smjör 1 1/2 bolli púðursykur