Uppskrift: Golfarasnitta með roastbeef og remúlaði – Rífur golfarann í hæstu hæðir!

Uppskrift: Golfarasnitta með roastbeef og remúlaði – Rífur golfarann í hæstu hæðir!

golfarasnitta

Á dimmum rigningardögum sem þessum getur verið gráupplagt að luma á golfarasnittu í ísskápnum, tala nú ekki um til að maula með HM.

Golfarasnitturnar eru auðveldar, gómsætar, gleðja augað og rífa golfara upp i hæðstu hæðir.

Þær eru matarmiklar, hressandi, fullar af vitamínum, klárast alltaf og eru einstaklega fallegar á disk! Þú notar eftirfarandi til að útbúa ómótstæðilega golfarasnittu:

  • Nýbökuð kornstöng með sinnepsrönd
  • Roastbeef
  • Harðsoðið egg
  • Rauðlaukur
  • Steiktur laukur
  • Rauð paprika
  • Agúrka
  • Kokteiltómatar
  • Sítrónupipar og dass af svörtum pipar
  • Salatblöð eftir smekk

Sítrónusneiðar og létt remólaðirönd í lokin, skreytt með sólblómum á toppnum(bara fegurðartrix) matarmikil og kjörin HM snitta með ísköldum öl!

Share on facebook
Deila á Facebook
Share on twitter
Deila á Twitter
Share on pinterest
Deila á Pinterest