Reykjavik
17 Mar, Sunday
1° C
TOP

UPPSKRIFT: Girnileg og holl samloka með geitaosti

Þessi er fyrir okkur sem elskum ferskan aspas og geitaost…

Ég fékk hreinlega vatn í munninn og ætla að gera þessa samloku við fyrsta tækifæri. Hún er auðveld í framkvæmd og auðvitað er flott að geta boðið upp á þessar samlokur í garðveislunni.

INNIHALD

Eitt búnt ferskur aspas, skorinn til helminga langsum (fæst t.d. brakandi ferskur í Kosti)
Matskeið af extra virgin ólífu olíu
1/2 teskeið fínt salt
1/2 teskeið ferskur pipar (malaður)
1/2 bolli basil pestó (grænt)
16 sneiðar af grófu og girnilegu brauði (t.d. nýtt heilkornabrauð úr Björns bakaríi)
Tveir pakkar hráskinka
Tveir pakkar mjúkur geitaostur (fæst t.d. í Ostabúðinni eða Hagkaup)

AÐFERÐ

Hitaðu ofninn í 180 og bakaðu svo olíuborinn aspasinn, kryddaðan með salti og pipar, í um það bil 10-15 mínútur. Á meðan skaltu smyrja 8 sneiðar með pestó og hinar 8 með geitaosti. Settu hráskinku og aspas á sneiðarnar með geitaostinum og settu svo hina sneiðina yfir. Berðu ólífuolíu á brauðsneiðarnar utanverðar áður en þú hitar þær á stórri pönnu. Snúðu og taktu af þegar brauðið er orðið gyllt og stökkt og allt vel heitt. 6-8 mínútur alls.

Skerðu þær svo til helminga og berðu fram. Í hverjum skammti eru um 300 hitaeiningar. Fer óskaplega vel með ísköldu hvítvíni.

Margrét byrjaði að blogga árið 2002 og hefur verið óstöðvandi á þessu sviði allar götur síðan. Hún hefur að mestu starfað við fjölmiðla frá tvítugsaldri og þá einna helst við ritstjórn og blaðamennsku, en einnig útvarp og sjónvarp. Hún flutti til London sautján ára og komst til manns í Kaupmannahöfn þar sem hún lærði m.a. margmiðlun og myndlist. Margrét býr ásamt einkadóttur sinni á Seltjarnarnesi, elskar ferðalög, veitingahús, veislur og vini sína enda krabbi, með tungl í ljóni og rísandi vog.