Það þarf ekkert alltaf að taka langan tíma að búa til dýrindis ís sem er ekki bara góður heldur líka svo fallegur og virkilega hollur!!
INNIHALD:
- 500 g frosin blönduð ber
- 150 g fersk bláber
- 500 g hrein jógúrt, (ég nota alltaf jógúrtin frá Bíó-bú)
- 3-4 msk. Hunang, lífrænt
- nokkur lauf af ferskri myntu
Best er að skella fjórum ís-skálum eða glösum inn í frysti á meðan á ísgerðinni stendur, þá verður hann enn girnilegri.
AÐFERÐ:
Setjið hunang, jógúrt og myntu í blandara, hrærið vel saman. Skellið frosnu berjunum út í og blandið öllu vel saman. Setjið bláberin í botninn og setjið ca matskeið af ísnum ofan á og berið fram..
Hann er æði — svo sjúklega góður… Njótið í botn!
Guðný H. Sigmundsdóttir er hársnyrtir að mennt og með gífurlegan áhuga á flestu sem eykur á heilbrigði og vellíðan. Hún elskar að baka og útbúa hollan mat, hefur brennandi áhuga á leiklist og hefur stundað hana í tvö ár ásamt því að starfa sem sölu og markaðsmanneskja.