Uppskrift: Fylltar paprikur með baunum, hakki og grænmeti

Uppskrift: Fylltar paprikur með baunum, hakki og grænmeti

fylltar paprikur 020

Ég fékk frábæru matreiðslubókina – Af bestu lyst 1-3, í jólagjöf í fyrra og er þessi uppskrift ein af fjársjóðunum af hennar blaðsíðum.

Af bestu lyst er alveg hreint frábær bók, hún inniheldur nefnilega nóg af reglulega einföldum og góðum heimilismat sem er fljótlegt að hafa til en er jafnframt hollur og góður. Bókin er líka gefin út í samvinnu við Hjartavernd, Krabbameinsfélagið og Lýðheilsustöð, þannig þú ættir að geta treyst á upplýsingarnar!

Fyrir utan ýmis konar fróðleik um næringu er bókin stútfull af frábærum uppskriftum, og fyrir þá sem vilja vera sérlega vel upplýstir eru upplýsingar um næringarinnihald hvers rétts einnig uppgefnar.

Af_bestu_lyst_1-3-175x301

Hráefni

 • 400 gr nautahakk
 • 1-2 matskeiðar ólífuolía á pönnuna
 • 1 laukur
 • 2-3 hvítlauksgeirar
 • ¼ rauður chillipipar
 • 3 tsk chilliduft (líka hægt að nota cuminduft)
 • 4 msk maukaðir tómatar
 • 1 dl chillisósa
 • 1 dl vatn
 • 1,5 dl kjúklingabaunir
 • 4 stórar rauðar paprikur

Aðferð

 • Brúnið kjötið í olíunni
 • Saxið laukinn, pressið hvítlauksgeirana og bætið út á kjötið, léttsteikið í 3 mínútur.
 • Fínsaxið chillipiparinn og blandið saman við kjötið ásamt chillikryddinu, maukuðu tómötunum, chillisósunni og vatninu. Látið sjóða við vægan hita í 5 mínútur. Hrærið í af og til.
 • Bætið baununum út í og sjóðið áfram við vægan hita í 5 mínútur.
 • Skerið paprikurnar til helminga, fjarlægið fræin og sjóðið við mjög vægan hita í léttsöltuðu vatni í þrjár mínútur
 • Bragðbætið sósuna ef þarf, fyllið síðan paprikuhelmingana

Uppskriftin er fyrir fjóra og gott er að bera réttinn fram með soðnum hrísgrjónum og grænmetissalati!

fylltar paprikur 003

fylltar paprikur 008

fylltar paprikur 017

fylltar paprikur 020

Ég er í tæpar 30 mínútur að töfra þetta fram, einföld og fljótleg uppskrift og umfram allt mjög bragðgóð. Ég mæli með bókinni Af bestu lyst!

Share on facebook
Deila á Facebook
Share on twitter
Deila á Twitter
Share on pinterest
Deila á Pinterest