Það er eitthvað sem gerist þegar grænmeti er bakað í ofni…
Næstum sama hvaða grænmeti á í hlut, það verður einhvernvegin ómótstæðilega gott um leið og það er búið að velta því upp úr ólífuolíu og smá salti og baka það í ofni í um hálftíma.
Hér er uppskrift að ofnbökuðum, fylltum paprikum sem fara með þig beint niður að miðjarðarhafi… það eina sem vantar er bara hitinn en hann kemur í kroppinn með þessu góðgæti sem tekur korter að undirbúa og 25 mínútur að elda.
INNIHALD
- 4 paprikur (rauðar, gular eða grænar)
- 1 msk ólífuolía
- 200 gr fetaostur mulinn
- 200 gr kirsuberjatómatar, skornir í helminga
- 50 gr svartar ólífur án steina
- 1 lítill rauðlaukur, skorinn þunnt
- rifinn sítrónubörkur af einni sítrónu
- 1 hvítlauksrif, marið
- 4 msk basil lauf
AÐFERÐ
Hitaðu ofninn í 200. Skerðu paprikuna til helminga og taktu fræin úr. Berðu ólífuolíu á og settu á bökunarpappír á ofngrind. Blandaðu saman feta, tómötum, ólífum, lauk, sítrónuberki, hvítlauk og helming af basil og notaðu sem fyllingu í paprikuna. Skvettu yfir ólífuolíu og bakaðu í ofninum í 25 mín eða þar til paprikan er orðin mjúk. Settu svo restina af basil yfir.
Góð ráð:
Þú getur undirbúið þennan rétt sex kls áður en hann er borin fram. Fyrirtaks forréttur og æðislegt meðlæti með grillmat.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.