Lárperan er stútfull af vítamínum og mér finnst hún hreint lostæti. Þessi réttur kætir mann og bætir…svo hollt og gott. Tilvalinn sem forréttur.
Bökuð lárpera fyrir tvo.
INNIHALD:
- 1 þroskuð Lárpera=avocado
- ¼ bolli brauðmolar
- 3-4 hvítlauksrif, skorin í smátt
- 1 msk. rifinn parmesan ostur
- 1 msk. basil, hakkað
- 1 msk. sítrónusafa
- 1/2 rauðlaukur, skorinn smátt
- Salt og ferskur pipar eftir smekk
- ¼ bolla tómatir, maukaðir
Hitið ofnin í 180°c.
Aðferð
- Blandað saman í skál, brauðmolunum, hvítlauknum, ost, basil, sítrónusafa, salt og pipar.
- Skerið avókadó í tvennt og mótið holu. Skiptið tómat maukinu á milli helmingana.
- Setjið svo blönduna ofan á.
Bakið í 5 mínútur.
Berið strax fram, með Herbamare hafsaltinu góða!
Þessi réttur er meiriháttar góður og hollur. Stútfullur af vítamínum, hreint lostæti!!
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.