Uppskrift: Franskar makkarónur og svolítið af þolinmæði

Uppskrift: Franskar makkarónur og svolítið af þolinmæði

IMG_9607Makkarónur eru alveg æðislega góðar, það vita þeir sem hafa smakkað. Að auki eru þær algjört augnayndi og fegra hvaða veislu sem er.

Ég hef bakað þær ótal sinnum og finnst það mjög gaman, svona hæfilega krefjandi bökunarverkefni. Margir hræðast það að baka makkarónur og telja það mjög flókið. Til þess að baka makkarónur þarf að sýna mikla nákvæmni og þolinmæði, því verður ekki neitað, en ef leiðbeiningum er fylgt þá ættu þær að heppnast fullkomlega. Ef þig langar að slá í gegn í næsta kökuboði þá mæli ég með að þú prófir franskar makkarónur!

IMG_9821

Franskar makkarónur

  • 115 g möndlumjöl (með engu hýði og fínmalað)
  • 200 g flórsykur
  • 120 g eggjahvítur
  • 45 g sykur
  • 1/4 tsk cream of tartar
  • klípa af salti

Möndlumjölinu og flórsykrinum er blandað saman í skál svo engir kekkir séu, þessi blanda er svo sigtuð nokkrum sinnum svo engin gróf korn séu í blöndunni.

Eggjahvíturnar eru þeyttar með cream of tartar ogIMG_8736 klípu af salti. Þegar eggjahvíturnar byrja að freyða er sykrinum bætt út í, í tveimur skömmtum. Eggjahvíturnar eru svo stífþeyttar. Ef óskað er eftir því að hafa makkarónurnar í einhverjum lit, þá er honum bætt út í rétt áður en eggjahvíturnar verða alveg stífar.

Helmingnum af möndlumjöls blöndunni er bætt út í og deiginu velt með sleikju. Mikilvægt er að hræra ekki heldur velta varlega með sleikjunni í hringi.

Þegar möndlumjölið er allt búið að blandast við eggjablönduna er hinum helmingum bætt út í og deigið velt svo áfram með sleikjunni.

Deiginu er velt þangað til blandan er lin og mesta loftið farið úr henni. Þú sérð það með því að láta deigið leka af IMG_8754sleikjunni ofan í skálina, ef deigið samlagast alveg með engum sjáanlegum taumum eftir 5-10 sek þá er deigið tilbúið.

Deigið er sett í sprautupoka og sprautað á smjörpappír með stút frá Wilton nr. 12 eða álíka stút. Hver kaka á að vera ca. 3 cm í þvermál.

Mikilvægt að er sprengja loftbólurnar sem myndast á kökunum með því að láta bökunarplötuna með kökunum falla fast á borðið 3x, strax eftir að búið er að sprauta kökunum.

Kökurnar eru látnar sitja á borðinu í 30-60 mín áður en þær eru settar í ofninn, eða þangað til hörð skel hefur myndast.

IMG_8758Ofninn á að vera 150°C (enginn blástur), kökurnar eru settar í miðjann ofninn, ein plata í einu, 13 mín í senn. Gott ráð er að hafa kveikt á ofninum í ca 15 mín áður en kökurnar eiga að fara inn í ofninn til þess að ofninn sé allstaðar jafn heitur.

Þegar makkarónurnar eru tilbúnar og búnar að kólna smá, eru þær teknar af smjörpappírnum og tvær og tvær paraðar saman. Fyllingunni er sprautað á aðra kökuna og svo lokað með hinni.

Hindberja makkarónurfylling:

  • 120 g smjör við stofuhita
  • 75 g flórsykur
  • 100 g hindber

Smjörið er hrært þangað til það verður létt, flórsykrinum er þá bætt út í og hrært mjög varlega saman við smjörið. Hindberin eru kramin í gegnum sigti og 3 msk af safanum sett út í smjörkremið, þeytt mjög vel saman.

Hér eru þær svo tilbúnar, stökk skel að utan en silki mjúkar og chewy að innan, himneskar!

IMG_9453IMG_9614

 Ef þig langar til að sjá fleiri makkarónur eftir mig kíktu þá hingað!

Share on facebook
Deila á Facebook
Share on twitter
Deila á Twitter
Share on pinterest
Deila á Pinterest