Þessi súpa getur allt! Hún er frábær hversdags því hún er einföld og alltaf góð – svo er hægt að spariklæða hana og þá er hún frábær í veislur líka!
Svona er hún einföld
- 2 laukar (æði að nota hvítan lauk)
- 3-4 hvítlauksgeirar
- Ólífuolía
- 1/2 blómkálshöfuð
- 1 stór kartafla
- 3-4 gulrætur
- 1 krukka maukaðir tómatar (nota oftast frá Sollu)
- 3 msk tómatþykkni
- 1 1/2-2 l vatn
- 4 grænmetisteningar (ég nota alltaf teninga án msg)
- 3 dl spelt pasta
- nýmalaður pipar, eftir smekk
- 1 tsk merian
- ferskur parmesan
- ferskt búnt af steinselju
AÐFERÐ
Skerið laukinn smátt og steikið í olíunni í potti í 3-5 mín. Pressið hvítlaukinn út í og steikið áfram í ca. 1-2 mín. Kljúfið blómkálið í lítil blóm, skerið gulrætur, kartöflur í bita og bætið öllu út í.
Steikið í 3-4 mín.
Setjið 2 lítra af vatni út í ásamt tómötunum, tómatþykkninu og hrærið. Bætið grænmetissteningunum út í. Kryddið með merian og pipar. Leyfið suðunni að koma upp. Sjóðið súpuna í 20 mín, bætið þá pastanu út í og sjóðið skv. leiðbeiningum á pakka, ca. 10 mín.
Sáldrið steinselju og parmesan yfir og berið fram með nýbökuðu brauði. Njóta njóta njóta!!!
Guðný H. Sigmundsdóttir er hársnyrtir að mennt og með gífurlegan áhuga á flestu sem eykur á heilbrigði og vellíðan. Hún elskar að baka og útbúa hollan mat, hefur brennandi áhuga á leiklist og hefur stundað hana í tvö ár ásamt því að starfa sem sölu og markaðsmanneskja.