UPPSKRIFT: Fljótlegur og hollur pasta réttur – Góður sem nesti næsta dag

UPPSKRIFT: Fljótlegur og hollur pasta réttur – Góður sem nesti næsta dag

11173421_10153242677290798_1909763159_nÉg er mikið fyrir einfalda orku- og næringamikla rétti sem hægt er að gera mikið magn af í einu til þess að geyma.

Hérna er einn réttur sem móðir mín eldar stundum og er orðinn einn af mínum uppáhalds!

INNIHALD

Heilhveiti/spelt penne pasta
Nýrnabaunir (í dós eða óeldaðar)
Túnfiskur (olíu eða vatni)
Fetaostur
Krydd

Byrja á því að hita ofninn í ca 200°C. Sjóða pastað, sjóða baunirnar ef þær eru keyptar óeldaðar, blanda svo þessu öllu saman í eldfast mót og krydda. Ég nota ítalskt pastakrydd eða herbs en provance frá Pottagöldrum, smá oregano og svo salt og pipar. Læt þetta vera inní ofni í ca 10 mínútur og voila!

Hægt er að prufa sig svo áfram með þennan rétt og setja allskonar baunir eða fræ, rauðlauk eða bara hvað sem er útí. Mjög einfalt, hollt, gott og fljótlegt. Og frábært sem nesti í vinnuna næsta dag!
11160365_10153242676925798_1934896592_n

Share on facebook
Deila á Facebook
Share on twitter
Deila á Twitter
Share on pinterest
Deila á Pinterest