Uppskriftir gerast nú varla einfaldari. Það er fernt í henni og þetta er einfaldlega það sem gerir þennan góða, holla og bragðmikla rétt.
- Valhnetur
- Fetaostur
- Grænt pestó
- Spelt penne
Þú sýður pasta skv leiðbeiningum, setur út á það skeið af grænu pestó (persónulega finnst mér þetta frá Ítalíu línu Hagkaupa best), skellir yfir fetaosti og svo smá tómat kannski og parmesanosti. Bera fram með góðu brauði og góðum drykk. Tekur um það bil 10 mínútur í framreiðslu og er alltaf jafn gott.
Ef þú hefur meiri tíma er líka æðislegt að setja kjúkling, ristaðar furuhnetur og jafnvel smá steiktan rauðlauk með.
Halló Ítalía!
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.