Hérna kemur uppskrift að góðu heilsubrauði, það tekur stutta stund að útbúa þetta brauð og er það alltaf jafn vinsælt á mínu heimili.
Brauðið inniheldur hin ýmsu fræ og er því óskaplega gott fyrir orkuna og meltinguna.
Innihald:
4 dl spelt (fínt eða gróft )
1 msk vínsteinslyftiduft
2 dl fimmkornablanda
1 dl haframjöl
1 dl graskersfræ
1/2 tsk salt
3 msk hunang
2,5 dl volgt vatn
1 msk sítrónusafi
Aðferð:
1. Blandið hráefnum saman í skál
2. Setjið vökvann að lokum og blandið gróflega saman
3. Smyrjið 2 meðalstór brauðform með smjöri eða olíu
4. Skiptið deiginu í tvo helminga og setjið í sitthvort formið
5. Bakið í ofni á 180 gráðum í 30 mínútur
6. Mjög gott er að geyma brauðið á milli í bökunarpappír.
Smakkast einstaklega vel með smjöri og osti og/eða góðri sultu, niðurskornu grænmeti eða öðru ljúffengu áleggi.
Verði ykkur að góðu!
Una Dögg Gudmundsdòttir er 28 àra Seltirningur sem býr nú í Vesturbæ ásamt eiginmanni og tveimur dætrum, 7 og 2 ára.
Una Dögg lauk BA prófi í félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands, en verandi pjattrófa inn að beini hefur hún einnig lært nagla og förðunarfræði. Una elskar að baka og elda en henni finnst best að hafa uppskriftirnar einfaldar, fljótlegar og auðvitað dásamlega góðar.