Valentína Björnsdóttir er matgæðingur mikill en hún á og rekur bæði veitingastaðinn Krúsku við Suðurlandsbraut og Móður Náttúru.
Valentína velur það besta hverju sinni þegar kemur að því að búa til góðan mat en hún leggur mikla áherslu á að hráefnin séu fyrsta flokks og fjölbreytnin mikil.
Á Krúsku er hægt að fá úrval góðra heilsurétta en staðurinn er opinn til 21:00 á hverju kvöldi.
Við báðum hana um að gefa okkur uppskrift að einhverju gómsætu gúmmelaði og hér kemur það.
Heilsunammi úr þurrkuðum ávöxtum og súkkulaði. Eðall með kaffinu!
4 dl vatn
250gr þurrkaðar apríkósur
250 gr döðlur
250 gr afýddar möndlur
100 gr cashew hnetur
100 gr dökkt suðusúkkulaði
Setjið apríkósur og döðlur og vatn í pott og sjóðið í 15 mín og kælt. Möndlur og cashewhnetur malaðar fínt og síðan súkkulaði. Öllu hrært saman og mótaðar litlar kúlur og þeim velt úr kakó, möluðum hnetum eða kókos.
Ath: Gott er að geyma þær í frysti!
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.