Það eru alltaf einhver tilefni sem geta truflað okkar plan með mataræðið en við eigum líka að njóta þess að taka þátt með öðrum og læra að gæta hófs.
Fiskur með kotasælu er hollur, góður og einfaldur.
INNIHALD:
200 gr hvítur fiskur
1 lítil dós kotasæla
2 msk sýrður rjómi
Blandað grænmeti brokkolí, blómkál, gulrætur, ferskt eða frosið
Himalayasaltsalt og pipar
Smá parmesan
1 tsk papríkukryddAÐFERÐ:
Grænmetið skorið smátt og sett neðst í eldfastmót. Sýrður rjómi settur yfir og næst fiskurinn. Ananas í bitum settur yfir fiskinn. Kotasælu smurt yfir allt og rifinn parmesan og papríkukrydd ofaná.
Hitað á sirka 180 í blástursofni í 15-20 mínútur eða þar til fiskurinn er mátulegur. Berið fram með salati og góðu grófu brauði ef vill.
Njótið!
Guðbjörg er iþróttakennari frá Íþróttakennaraskóla Íslands. Hún hefur verið í líkamsræktarbransanum frá því árið 1989. Alltaf tilbúin að taka að sér krefjandi verkefni. Haldið ýmis þjálfaranámskeið fyrir þolfimikennara og einkaþjálfara auk þess að vera stundakennari við HR íþróttafræði. Undanfarin 19 ár hefur hún starfað með Agústu Johnson en nú hefur hún stofnað sitt eigið fyrirtæki, G fit heilsurækt og elskar að taka þátt í vellíðan fólks og upplifa árangur í líkamsrækt. Guðbjörg á skilningsríkan eiginmann og þrjú yndisleg börn.