TOP

UPPSKRIFT: Himneskur mangó og jarðarberja smoothie – 450 hitaeiningar

mango_jarðarberja_smoothie

Himneskur mangó og jarðarberja smoothie sem inniheldur 450 hitaeiningar og kemur því vel út sem hádegishressing eða morgunmatur.

Mangó er nokkuð hitaeingaríkur ávöxtur enda dísætt og dásamlegt. Þú átt eftir að finna heilsustraumana hríslast um þig eftir einn svona og fegurðin! Já, fegurðin! Það er tilvalið að bjóða upp á þennan í stelpubröns líka enda alltaf gaman að smakka það sem gleður auga jafn mikið og bragðlaukana.

INNIHALD:

  • 2 þroskaðir bananar
  • 1 þroskað mangó
  • 5 stór jarðarber
  • handfylli af bláberjum
  • 6 matskeiðar möndlumjólk

AÐFERÐ

  1. Settu mangó, 1 banana og 3 msk af möndlumjólk í blender og láttu þeytast saman. Helltu svo í glas.
  2. Hreinsaðu blenderinn. Settu söxuð jarðarber, einn banana og 3 msk möndlumjólk í blenderinn og láttu hrærast saman þar til allt verður mjúkt. Helltu yfir mangóblönduna og skreyttu svo fallega með rest af berjum.

Algjört augnakonfekt og dýrð og dásemd fyrir líkama og sál!

HEIMILD: RipeLife

30+ stelpur & stelpustrákar, kyntröll, konur og kettlingar. Fjölbreytileiki, fegurð, gleði og góður fílíngur. Settu okkur í bookmark, eltu okkur á ÖLLUM samfélagsmiðlunum og líf þitt verður strax skemmtilegra! - Ef ekki, þá færðu endurgreitt! ATH: Snappið okkar heitir Pjattsnapp ATH: Sendu okkur póst á pjatt at pjatt punktur is