Himneskur mangó og jarðarberja smoothie sem inniheldur 450 hitaeiningar og kemur því vel út sem hádegishressing eða morgunmatur.
Mangó er nokkuð hitaeingaríkur ávöxtur enda dísætt og dásamlegt. Þú átt eftir að finna heilsustraumana hríslast um þig eftir einn svona og fegurðin! Já, fegurðin! Það er tilvalið að bjóða upp á þennan í bröns líka enda alltaf gaman að smakka það sem gleður auga jafn mikið og bragðlaukana.
INNIHALD:
- þroskaðir bananar
- 1 þroskað mangó
- 5 stór jarðarber
- handfylli af bláberjum
- 6 matskeiðar möndlumjólk
AÐFERÐ
- Settu mangó, 1 banana og 3 msk af möndlumjólk í blender og láttu þeytast saman. Helltu svo í glas.
- Hreinsaðu blenderinn. Settu söxuð jarðarber, einn banana og 3 msk möndlumjólk í blenderinn og láttu hrærast saman þar til allt verður mjúkt. Helltu yfir mangóblönduna og skreyttu svo fallega með rest af berjum.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.