Epli og karamellur eru klassísk samsetning sem höfðar til allra sælkera á öllum aldri.
Hér er mjög svo girnileg uppskrift af Gott í Matinn, tilvalinn til að útbúa á sunnudegi og bjóða með kaffinu, – eða mjólkurglasinu.
Kökur innihald
475 g hveiti
3 tsk. lyftiduft
½ tsk maldon salt
225 g smjör við stofuhita
400 g sykur
4 stk egg við stofuhita
80 ml heitt vatn
4 stk meðalstór epli rifin niður
2 tsk kanill
3 tsk. lyftiduft
½ tsk maldon salt
225 g smjör við stofuhita
400 g sykur
4 stk egg við stofuhita
80 ml heitt vatn
4 stk meðalstór epli rifin niður
2 tsk kanill
AÐFERÐ
1. Hitið ofninn í 180 gráður og raðaðu formum á bakka.
2. Blandaðu saman hveiti, lyftidufti, kanil og salti í skál.
3. Settu smjörið í skál og hrærðu þar til smjörið verður mjúkt og fínt, bættu því næst sykrinum saman við og hrærðu vel saman í u.þ.b. 3 mínútur.
4. Bættu einu eggi saman við í einu og hrærðu vel á milli.
5. Bættu svo við smá af hveitiblöndunni og smá af heita vatninu saman við og hrærið á litlum hraða og bætið svo restinni saman við. Það er mikilvægt að blanda hveitinu og vatninu smá og smá saman við svo að það sé ekki of mikið álag á deiginu, þá getur það orðið seigt.
6. Blandaðu rifnu eplunum saman við varlega með sleif.
7. Settu deigið í formin og fylltu þau u.þ.b. 2/3.
8. Bakaðu kökurnar í u.þ.b. 18-22 mínútur.
9. Kældu kökurnar í u.þ.b. 20 mínútur, eftir að þú tekur þær úr ofninum.
10. Skerðu innan úr miðjunni á hverri köku til þess að fylla hana af karamellu.
2. Blandaðu saman hveiti, lyftidufti, kanil og salti í skál.
3. Settu smjörið í skál og hrærðu þar til smjörið verður mjúkt og fínt, bættu því næst sykrinum saman við og hrærðu vel saman í u.þ.b. 3 mínútur.
4. Bættu einu eggi saman við í einu og hrærðu vel á milli.
5. Bættu svo við smá af hveitiblöndunni og smá af heita vatninu saman við og hrærið á litlum hraða og bætið svo restinni saman við. Það er mikilvægt að blanda hveitinu og vatninu smá og smá saman við svo að það sé ekki of mikið álag á deiginu, þá getur það orðið seigt.
6. Blandaðu rifnu eplunum saman við varlega með sleif.
7. Settu deigið í formin og fylltu þau u.þ.b. 2/3.
8. Bakaðu kökurnar í u.þ.b. 18-22 mínútur.
9. Kældu kökurnar í u.þ.b. 20 mínútur, eftir að þú tekur þær úr ofninum.
10. Skerðu innan úr miðjunni á hverri köku til þess að fylla hana af karamellu.
Vanillu rjómaostakrem
60 g smjör við stofuhita
500 g flórsykur
1 tsk. vanilludropar (1-2 tsk)
180 g rjómaostur við stofuhita
500 g flórsykur
1 tsk. vanilludropar (1-2 tsk)
180 g rjómaostur við stofuhita
Settu allt saman í skál og hrærðu þar til blandan verður mjúk og létt. Gott er að hræra á miklum hraða síðustu 2 mínúturnar.
Karamella
200 g sykur
6 msk. smjör
1 dl. rjómi við stofuhita
6 msk. smjör
1 dl. rjómi við stofuhita
Setjið sykurinn í pott undir meðalháan hita og hrærið vel í þangað til hann er vel bráðnaður og orðin örlítið dökkur. Bætið smjörinu saman við og hrærið vel.
Takið af hellunni og bætið rjómanum saman við og hrærið þangað til blandan er orðin mjúk og fín. Kælið inn í ísskáp í u.þ.b. 15 mínútur. Sprautið svo karamellunni ofan í hverja bollaköku fyrir sig, setjið kremið á og skreytið með restinni af karamellunni.
Takið af hellunni og bætið rjómanum saman við og hrærið þangað til blandan er orðin mjúk og fín. Kælið inn í ísskáp í u.þ.b. 15 mínútur. Sprautið svo karamellunni ofan í hverja bollaköku fyrir sig, setjið kremið á og skreytið með restinni af karamellunni.
Dífðu tönnunum í kökuna, dragðu andann djúpt og NJÓTTU!
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.