Fyrir mér dugar að heyra orðin avocado, tómatur og rauðlaukur… þá er búið að selja mér uppskriftina. Hér kemur hún, beint af blogginu hennar Natöshu. Salat með tómat, avocado, kóríander, rauðlauk og agúrkum. Hreint frábært með hvaða rétti sem er og þá sérstaklega með t.d. grillmat eða góðum fiski.
Það þarf vart að telja upp hvernig þetta spriklar alveg af vítamínum en sem dæmi má nefna að tómatar innihalda lýkópen sem hefur góð áhrif á blöðruhálskirtilinn og avocado er svokölluð ofurfæða, stútfullt af næringarefnum sem líkaminn elskar t.d. D-vítamíni og fjölómettuðum fitusýrum.
Hvað um það… hér kemur þetta ljúffenga salat.
INNIHALD
- 5 stk góða, þroskaða tómata
- 1 agúrku
- Hálfan rauðlauk
- 2 avocado sem þú skerð í teninga
- 2 msk extra virgin ólífu olíu
- Safa úr einni sítrónu
- 1/4 bolla af kóríander (saxað)
- 1 matskeið sjávarsalt eða borðsalt
- ögn af svörtum pipar
AÐFERÐ
Aðgerðin er ekki flókin. Þú skerð grænmetið niður í hlutföllin sem þú sérð á myndinni og blandar því svo varlega saman við ólífuolíuna, saltar og piprar og berð fram í fallegri skál.
Bon appe!
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.