Ef þú ert að koma þér í form og bæta mataræðið er bara eitt sem gildir; Hafa matinn ferskan, einfaldan og fljótlegan og takmarka hitaeiningafjöldann sem fer inn fyrir varirnar meðan þú brennir restinni með hreyfingu.
Hér er uppskrift að spínat og feta eggjaköku sem er bæði fín sem morgunmatur fyrir þig en líka nógu girnileg og góð til að bera fram í bröns fyrir vinina um helgina. Grænmetið gefur ferskleikann og bragðið og fetaosturinn og eggjahvíturnar gefa þér próteinskammtinn. Algjört nammi. .
INNIHALD
- 2. msk ólíu olía
- 1. rauð paprika, söxuð
- 1. græn paprika, söxuð
- 1/4 laukur, saxaður
- tsk gott salt
- tsk pipar
- 8 eggjahvítur
- 1/2 bolli fetaostur
- 2 bollar af fersku spínati
AÐFERÐ
- Hitaðu ofninn í 190.
- Hitaðu ólífuolíuna á stálpönnu við meðalhita
- Steiktu grænmetið þar til það verður mjúkt, sirka 7 mínútur.
- Kryddaðu
- Settu eggjahræruna yfir
- Toppaðu með feta og spínati
- Settu pönnuna inn í ofn eða eggjakökuna yfir í eldfast mót, bökuform, og settu inn í ofn í 8-10 mínútur.
Skerðu í sneiðar og berðu fram með góðu salati eða mjög grófu brauði (Delba t.d.)
Dásamlega gott fyrir líkamannn og samviskuna! Kroppurinn þakkar þér.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.