Að elda mat er eitthvað sem ég hef mjög gaman af og þá sérstaklega að hafa hann eins hollan og heilnæman.
Rækjukokteill er eitthvað sem klikkar sjaldan og hentar vel bæði sem hádegismáltíð, forréttur eða jafnvel aðalmáltíð og ég hreinlega elska þennan.
Ég vildi útbúa hann í hollari kantinum því að við erum búin að breyta mataræðinu hérna heima. Þessi uppskrift er mjög einföld og fljótleg, góðar líkur á að þið eigið flest öll hráefnin til í ísskápnum, allavega eru þessi hráefni alltaf til heima hjá mér.
- 2 msk grísk jógúrt
- 3 tsk tómatsósa
- 1/2 tsk oreganó
- 1/2 tsk basilíka
- 1/2 tsk svartur pipar
- 1 tsk ferskur sítrónusafi
Þessu öllu er blandað saman og svo er bætt við tveimur lúkum af rækjum og aftur blandað saman, rólega.
Iceberg kál, skotið niður. 1/2 lítið avocado, skorið í lengjur. Fersk steinselja.
Kálið sett á disk, avocado sett ofan á, svo rækjukokteillinn og endað á því að setja steinseljuna yfir þetta.
Ef ykkur finnst rækjur góðar þá mæli ég hiklaust með því að þið prófið þennan ljúffenga rækjukokteil.
Bjarney Vigdís er mikil áhugamanneskja um allt sem viðkemur heilsu, uppeldi, eldamennsku, tísku, förðun, handavinnu, fegrun heimilisins og öðru pjatti. Hún er menntaður förðunarfræðingur og er jafnframt framúrskarandi húsfreyja sem heldur einnig úti sinu eigin bloggi. Hún býr á vesturlandi í litlum bæ ásamt manni sínum og 6 börnum.