Þessi uppskrift er rosalega góð og brauðið er æðislegt alveg glænýtt úr ofninum og pínu klesst. Múskatið gefur sterkt og kryddað bragð.
…og lyktin er svo góð þegar maður bakar þetta brauð að það minnir mann á jólin!
- 3 msk gott, dökkt kakó (án viðbætts sykurs)
- 3 dl spelti
- 2 dl hrásykur
- 3 dl haframjöl
- 3,5 dl mjólk (byrja með 2 dl og bætið við ef þarf)
- 2,5 tsk vínsteinslyftiduft
- 1 tsk engifer
- 1 tsk negull (má sleppa, og nota þá 1 tsk af kanil í viðbót)
- 2 tsk kanill
- 1/2 tsk múskat
AÐFERÐ
Öllum þurrefnum blandað saman. Mjólkinni blandað út í, deigið á að vera nokkuð blautt. Sett í brauðform og bakað við 180°C í um 40 mínútur (stingið með prjón í miðjuna til að tékka á því hvort hún sé nokkuð of blaut). Má samt vera pínu blaut og klesst.
Láttu kólna aðeins…Fullkomið með góðu smjöri!
Njóta njóta njóta!
Guðný H. Sigmundsdóttir er hársnyrtir að mennt og með gífurlegan áhuga á flestu sem eykur á heilbrigði og vellíðan. Hún elskar að baka og útbúa hollan mat, hefur brennandi áhuga á leiklist og hefur stundað hana í tvö ár ásamt því að starfa sem sölu og markaðsmanneskja.