Reykjavik
05 Dec, Wednesday
2° C
TOP

Dásamlegar jólasmákökur á aðventunni

Það er aldrei of seint að skella í nokkrar smákökur og alls ekki verra ef þær innihalda enga óþarfa óhollustu.

Þessar dásamlegu smákökur er algjörlega himneskar!
  • 100g olía
  • 1 dl agavesýróp
  • 100g döðlur, smátt skornar
  • 125g kókosmjöl
  • 100g spelt
  • 50g kakóduft
  • 1 tsk vínsteinslyftiduft
  • ½ – 1 tsk vanillu duft

Hitið ofninn í 180°C. Hrærið saman olíu og agave þar til allt blandast vel saman, bætið restinni af uppskriftinni útí, setjið bökunarpappír á ofnplötu, setjið deigið á með teskeið, bakið í 5 mín við 180°C.

Kælið á grind. Þessar þarf að passa að baka ekki of lengi.

Mér finnst líka dásamlegt að setja lítinn súkkulaði-bita ofan á hverja köku, þegar þær koma úr ofninum. Fyrir okkur súkkulaði-unnendur, er gott að setja ca. 50 gr. í deigið… ég nota 70%.

Heitt kakó, smákökur og mandarínur, eru algjörlega ómissandi á aðventunni… Njótið!

30+ stelpur & stelpustrákar, kyntröll, konur og kettlingar. Fjölbreytileiki, fegurð, gleði og góður fílíngur. Settu okkur í bookmark, eltu okkur á ÖLLUM samfélagsmiðlunum og líf þitt verður strax skemmtilegra! - Ef ekki, þá færðu endurgreitt! ATH: Snappið okkar heitir Pjattsnapp ATH: Sendu okkur póst á pjatt at pjatt punktur is