Einfaldar og auðveldar uppskriftir eru eitt það besta sem ég veit. Ekki er það nú verra þegar þær eru bráðhollar og fullar af próteini og hollu kolvetni eins og í þessari uppskrift.
Uppskriftin er einföld, þú þarft einungis:
2 egg
2 banana
1 tsk kanil
…og smá kókosolíu til að steikja upp úr.
Þú blandar þessu saman með þeytara eða skellir þessu beint í blandarann og lætur það blandast vel saman.
Stundum hef ég einnig breytt til og haft vanilludropa í stað kanils. Eins er hægt að setja hálfan bolla af haframjöli út í blönduna og þá er hún einnig þykkari og matarmeiri.
Eða jafnvel teskeið af kakó… þetta er bara spurning um að prófa sig örlítið áfram.
Eftir að þú hefur blandað blöndunni vel saman þá steikir þú pönnukökurnar á báðum hliðum þar til þær eru fallega gylltar.
Þú getur snætt þetta góðgæti í morgunmat eða borið fram með síðdegiskaffinu, haft þær eintómar, með rjóma, smjöri, hnetusmjöri… hverju sem þig lystir. Undursamlega góðar!
Gangi þér vel að gera þessar og njóttu þeirra í botn!
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.