Þessi huggulega Chillisnitta kemur öllum i gott spariskap, rautt brakandi ferskt chilliið sér til þess, en þessi kallar á jökulkaldan bjór með.
Svo má jafnvel smella R Kelly á fóninn og kveikja á nokkrum ástarkertum.
Snittan er hræðilega auðveld, enga stund i vinnslu en allt er þett hverrar mínútna virði, því hunangsflugurnar mínar maður á að njóta í tætlur að dunda við að útbúa fallega rétti hvort sem er hversdags eða spari, að gera matinn brosandi frá hjartanu skiptir svakalega miklu máli svo ég tali nú ekki um hvað felst mikil skemmtun í því.
INNIHALD:
- Maltbrauð smurt með Hellemans
- Blandað kál
- Roastbeef
- 1 egg
- Ein líka Steinselja
- Hálf rauð paprika
- Hálfur rauðlaukur
- Örlítið rautt chilli
- Sitrónupipar eftir smekk
- Þunnar sitrónusneiðar
Snittan er turn svo þú gerir hana í tveimur lögum í þessari röð. Svo er bara að njóta!
Dóra elskar að föndra við snittugerð en matur hefur alltaf haft mikil áhrif á hennar líf. Svo mikil að Dóra byrjar flesta morgna á að hugsa um hvað eigi að vera gott í kvöldmatinn. Hún býr á Seltjarnarnesi, á tvær æðislegar stelpur og sætasta golfara í heimi (að ólöstuðum okkar). Dóra lærði til lyfjatæknis árið 2001 en áhugamál hennar snúast um allt sem tengist mat, hreyfingu, dansi og útivist.