Það er eitthvað við Caprese salat og rétti sem friðar eymdina í sálinni. Basil, tómatar, mozarella, hvítlaukur og góð ólífuolía gleðja hvort sem er um vetur eða haust og þetta má útbúa með ýmsum leiðum.
Hér er einfalt caprese pasta salat með svolítið öðruvísi útfærslu því þú eldar kirsuberjatómatana í olífuolíu í nokkrar mínútur til að búa til pasta sósuna.
Innihald
- 170 gr heilhveiti eða spelt pasta
- 1/3 bolli ólífu olía
- 2 pakkar kirsuberjatómatar
- 1/2 teskeið salt
- 200 gr ferskar mozzarella kúlur litlar eða ein stór
- ferskur basil, nóg í tvær saxaðar matskeiðar
- 2 – 3 teskeiðar ljóst balsamic edik til að bragðbæta
Leiðbeiningar
1. Sjóða pastað samkvæmt leiðbeiningum á pakka og settu aftur í pottinn
2. Meðan pastað sýður skaltu hita ólífuolíu í stórum potti með þungum botni eða á pönnu yfir meðal hita. Bættu við tómötum og salti. Hrærðu í af og til þar til tómatarnir byrja að springa þannig að húðin rifnar af þeim og olífuolían tekur á sig ljósrauðan lit (um 5 min). Bættu þessu svo út í pastað. Láttu kólna aðeins áður en mozarella kúlur og bazil er sett út á.
3. Bættu við balsamic ediki og salti til að bragðbæta.
Heilræði
Þetta salat geymist vel inni í ísskáp hjá þér í nokkra daga. Svo er gott að hita það upp aftur ef þér er sama þó að mozarella osturinn bráðni. Njóttu með hollu brauði og hóflegu glasi af góðu rauðvíni.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.